Námskrárgrunnur

Um þessar mundir vinnur mennta- og menningarmálaráðuneytið að nýju kerfi sem er ætlað að halda utan um námskrár og gera námskrárvinnu auðveldari. Unnið hefur verið lengi að því að útbúa kerfið, sem hefur gengið undir hinu lýsandi nafni Námskrárgrunnur, er farið að taka á sig mynd.

Námskrárgrunnurinn verður veflægur hugbúnaður, það er öll vinna fer fram í gegnum veraldarvefinn, með samvinnu skóla, ráðuneytis og starfsráða að leiðarljósi. Skólar eiga að geta endurnýtt áfanga og jafnvel brautir sín á milli en jafnframt aðlagað þær að sínu sérframboði. Skólar eiga einnig að geta sótt sínar upplýsingar frá miðlægum stað, í stað þess að halda utan um sömu upplýsingarnar á mörgum stöðum.

Áætluð verklok fyrir fyrstu útgáfu eru í kringum áramótin 2010/2011. Sú útgáfa mun ekki uppfylla þarfir notenda fullkomlega en ætti þó að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa á því að nýta sér kerfið til námskrárvinnslu. Unnið er að grunnvirkni fyrstu útgáfunnar um þessar mundir, því næst tekur við viðmótshönnun og loks útlitshönnun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun kalla eftir aðstoð frá skólum á mismunandi stigum þróunarinnar.

Þessi færsla var birt í Námskrárgrunnur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Lokað er á athugasemdir.