Framhaldsskólar

Námskrá:  Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 – Almennur hluti

Vefur Menntamálastofnunar um málefni framhaldsskóla: Sjá hér.

Staðfestar námsbrautalýsingar

Lög um framhaldsskóla, sem Alþingi samþykkti á 135. löggjafarþingi, fela í sér veigamiklar breytingar á skipulagi náms á framhaldsskólastigi. Lögin er afrakstur af vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum árum og lýtur að því að endurskoða lögbundna skipan framhaldsskólastigsins og leggja drög að breytingum á henni, þar sem náið tillit er tekið til endurskoðunar laga sem varða önnur skólastig.

 • Réttur nemenda til skólavistar og náms styrktur með fræðsluskyldu til 18 ára aldurs
 • Gildi stúdentsprófs sem undirbúnings fyrir háskólanám óskorað en framhaldsskólum gefinn kostur á að byggja upp sveigjanlegt námsframboð hvað inntak og skipulag náms varðar
 • Skipulag skólastarfs miðist við kröfur og væntingar nemenda, sveigjanleiki námsskipulags stóraukinn, námsleiðum fjölgað og skilyrði sköpuð fyrir fleiri til að ljúka skilgreindu námi
 • Ráðgjöf og stuðningur við nemendur efldur
 • Framhaldsskólum veitt frelsi til að þróa sérstakar námsbrautir sem byggja á sérstöðu þeirra og styrkleika og spurn eftir sérhæfðum námsleiðum og úrræðum
 • Dregið úr miðstýringu á námsframboði og í námskrárgerð
 • Aukið svigrúm og sveigjanleiki við gerð námsbrautarlýsinga með nýju einingamatskerfi
 • Mat á vinnu nemenda í öllu námi á framhaldsskólastigi gert gagnsætt og stúdentspróf á bóknáms- og verknámsbrautum jafngilt
 • Menntastofnunum falin aukin ábyrgð á að þróa námsframboð á mörkum skólastiga til að auka sveigjanleika og möguleika nemenda við flutning milli skólastiga
 • Leitast við að tryggja hag og stöðu nemenda í iðn- og verknámi, og starfsnámi almennt, m.a. með því að framhaldsskólar beri ábyrgð á vinnustaðanámi
 • Leitast við að tryggja gæði náms með því að stórefla mat og eftirlit og með stuðningi við umbætur í skólastarfi

Skildu eftir svar