Áfangar

Áfangalýsingar eru unnar af skólum í námskrárgrunn mennta- og menningarmálaráðuneytis á namskra.is. Námskrárgrunnurinn gefur áfanganúmer og ritstýrir áfangalýsingunni.

Upplýsingar um áfangann sjálfan

Þær upplýsingar sem tengjast sjálfum áfanganum eru:

 • áfanganúmer – Auðkennandi númer fyrir áfanga
 • lýsandi nafn á áfanga – Titill áfanga
 • námsgrein – Það fag (eða í þverfaglegum tilfellum þau fög) sem áfanginn fjallar um
 • viðfangsefni – Umfjöllunarefni og áhersluratriði innan námsgreinar sem kennd eru í áfanganum
 • þrep – Hæfniþrep áfangans
 • einingar – Fjöldi eininga
 • lýsing – Lýsing á áfanganum
 • forkröfur – Forkröfur og/eða undanfarar sem nemendur þurfa að uppfylla til að geta tekið áfanga
 • lærdómsviðmið/lokamarkmið – Þar er tilgreint hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemandi skal búa yfir við lok áfanga.
 • námsmat – Upplýsingar um hvernig námsmati er háttað í áfanganum.
 • útgáfunúmer – Sjálfvirk númeragjöf sem ásamt áfanganúmeri myndar kennitölu áfanga

Upplýsingar fyrir námskrárgerð

Námskrárgrunnurinn geymir þar að auki aðrar upplýsingar um áfangann sem nýtast þeim sem vinna að gerð námsbrautarlýsinga. Þessar upplýsingar eru t.d.:

 • staða áfanga – Hvort hann sé í vinnslu eða hvort hann hafi verið samþykktur af skóla
 • síðast breytt – Hvenær áfangi var búinn til eða breytt
 • saga áfanga – Á hvaða eldri áfanga áfanginn er byggður
 • höfundar áfanga – Gagnvart skólum sést hvaða einstaklingur er höfundur en gagnvart ráðuneytinu sést einungis hvaða skóla höfundur tengist
 • aðgangsstýring – Upplýsingar um aðgangsstýringu þar sem höfundar geta valið að gera vinnu að áfangalýsingunni (og lestur) aðgengilega öllum, nokkrum eða bara sjálfum sér

Skildu eftir svar