Uppbygging áfanganúmera í námskrárgrunni

Uppbygging áfanganúmera í námskrárgrunni

Tökum dæmi.
Við ætlum að búa til stærðfræðiáfanga í námskrárgrunni.
Þegar við smellum á „Nýr áfangi“ tekur við okkur fyrsta síðan í áfangasmiðnum og allir reitirnir á þeirri síðu snúa að áfanganúmerinu.

Fyrsti reiturinn „Námsgreinar“ þar sem grunnfagið er sett inn (eða í þverfaglegum áföngum fleiri en eitt grunnfag, aðskilið með kommu) stjórnar fyrstu fjórum stöfunum. Í okkar dæmi setjum við þar inn „stærðfræði“. Fyrstu fjórir stafirnir verða þá „STÆR“. Oftast á skammstöfunin að koma að sjálfu sér af því að það er búið að búa til námsgreinina áður. Kerfið reynir að sjá til þess að skammstöfunin sé alltaf sú sama óháð því hvaða skóli býr til áfangann. Þannig er ekki hægt að búa til sína eigin skammstöfun, t.d. „STRГ fyrir stærðfræði, nema að enginn hafi notað þessa námsgrein áður í áfanga.

Næsti reitur er viðfangsefni. Í þennan reit setur maður inn helstu viðfangsefni áfangans. Viðfangsefnin geta verið mörg en það er mikilvægt að draga þau saman eins mikið og hægt er því þau verða skammstöfuð með tveimur stöfum. Hér er til dæmis hægt að setja í tilfelli stærðfræðiáfangans „hornaföll, vigrar“ sem segir aðalviðfangsefnin séu tvö: hornaföll og vigrar (í reitnum eru viðfangsefnin aðskilin með kommu). Þá verða stafirnir tveir „HV“. Kerfið reynir líka að halda þessum eins milli skóla. Það auðveldar ykkur að meta áfanga milli skóla eða að bera þá saman. STÆR_HV__ verður alltaf hornaföll og vigrar í stærðfræði sama hvaða skóla það er kennt í og sama hvaða útgáfa það er.

Næstu tveir reitirnir eru þrep áfangans (1,2,3 eða 4) sem verður að 5 staf númersins (t.d. í okkar dæmi verður það þrep 2) og svo feiningafjöldinn (segjum í okkar dæmi 10 fein.) sem koma á eftir viðfangsefnabókstöfunum.

Þá fáum við út áfanganúmerið: STÆR2HV10

Skildu eftir svar