Gerð námsbrauta

Við gerð námsbrauta þarf að tryggja að stígandi sé í náminu þannig að námsbrautin skili nemanda með þá hæfni sem krafist er við námslok (Sjá kafla 7 í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011). Námskrárgrunnur (namskra.is) er lokað vinnusvæði fyrir framhaldsskóla. Þar geta notendur með réttindi samið áfangalýsingar og skipulagt námsbrautir. Grunnurinn aðstoðar t.d. við að halda utan um hlutfall áfanga á hæfniþrepum í kjarna og skyldugreinum.

Mikilvægt er að fylgja fyrirmælum aðalnámskrár við skipulag brauta og bent er á kafla 10 í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 um nánari útfærslu á brautum og  hvaða kröfur brautir á mismunandi hæfniþrepum þurfa að uppfylla.

Handbók við gerð áfangalýsinga og námsbrautalýsinga fyrir framhaldsskóla

Sýnishorn af gátlistum sem notaðir eru í menntamálaráðuneyti við að meta námsbrautir í staðfestingarferli: Gátlistar við mat á brautum
Excelskjal Feinútreikningar hjálpar við að reikna út skiptingu námsins á hæfniþrep.

Skildu eftir svar