Verklýsing

Við skilgreiningu hæfnikrafna var gerð eftirfarandi verklýsing fyrir starfsgreinaráðin:

Óskað er eftir því að gerð sé stutt lýsing á því í hverju starfið er fólgið, ½-1  A4 blaðsíða, auk þess sem skilgreindar eru hæfnikröfur þeirra starfa sem taldar eru upp í samningi. Skilgreindar skulu hæfnikröfur í öllum meginþáttum hvers starfs, þar sem tekið er tillit til faglegrar hæfni, ábyrgðar og sjálfstæðis. Jafnframt skulu hafðar í huga kröfur um þjónustu- og gæðavitund.

Óskað er eftir samræmdri framsetningu þar sem fyrst er sett fram starfsheiti og síðan upptalning í fremur stuttum setningum. Miðað er við að listi yfir hæfnikröfur innihaldi að jafnaði 8 til 15 liði, þar sem hver liður endurspeglar einn meginþátt viðkomandi starfs. Miða skal við að hver liður sé ein setning. Hér á eftir eru tekin dæmi sem hægt er að nota:

„Vélvirki“ :

  • getur …
  • getur framkvæmt …
  • getur beitt …
  • þekkir …
  • býr yfir …
  • hefur tileinkað sér …
  • hefur vald á …
  • er …

Skildu eftir svar