Námsleiðir og námslok

Samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er kveðið á um að námslok allra námsbrauta skuli tengd við hæfniþrep.

Við gerð námsbrauta er mikilvægt að ákveða strax í upphafi hver námslok af brautinni eru og hvaða hæfni hún á að skila nemandanum. Það fyrsta sem námskrárgrunnurinn biður um er val á námsleið. Skilgreindar námsleiðir í grunninum eru allar tengdar hæfniþrepi.
Listi yfir tegundir námsleiða/námslok á hverju hæfniþrepi í námskrárgrunni: námslok

Starfsgreinaráðin og mennta- og menningarmálaráðuneyti vann tillögur að staðsetningu námsloka í framhaldsskóla á hæfniþrep. Við ákvörðun um hæfniþrep var unnið út frá þeirri námskrá og námsbrautaslýsingu sem var í gildi vorið 2011. Í skýrslunni, sem var unnin 2011, eru tekin fyrir almenn námslok og námslok í starfsnámi.
Staðsetning námsloka á hæfniþrep

Skildu eftir svar