Yfirfærsla eininga í nýtt kerfi

Nýtt einingakerfi í framhaldsskólum byggir á vinnustundum nemenda. Ein eining samsvarar um 18 – 24 klukkustunda vinnu nemanda, í kennslustundum og við heimanám. Námsgreinar sem byggja eingöngu á vinnu í tímum og ekki heimaverkefnum halda því að jafnaði þeim einingum sem áfanginn var með í eldra kerfi. Bóknámsgreinar sem byggja á heimanámi, lestri og verkefnavinnu, bæta við sig einingum sem samsvarar þeim þætti. Þannig fer t.d. íslenskuáfangi og eðlifræðiáfangi oftast úr 3 einingum í 5 einingar.

Skildu eftir svar