Tónlistarnám: hæfniþrep og einingar

Nám samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla felur í sér mætingu í kennslustundir, æfingar, tónleika auk skilgreindra áfanga í tónfræði, hljómfræði og tónheyrn og tónlistarsögu. Námið er brotið upp í grunnnám sem lýkur með grunnprófi, miðnámi sem lýkur með miðpróf, framhaldsnámi sem lýkur með framhaldsprófi auk einleikaraprófs.

Með útgáfu nýrrar aðalnámskrá framhaldsskóla er innleidd ný námseining sem tekur til vinnu nemenda og jafngildir 1 framhaldsskólaeining 3.daga vinnu nemenda. Jafnframt eru skilgreind 4 hæfniþrep sem lýsa stigvaxandi þekkingu, leikni og hæfni nemenda.

Hér er sett fram í töflu drög að tengingu mismunandi námsþátta tónlistarnáms á hæfniþrep og umfang náms miðað við vinnu nemenda í fullu námi. Taflan sýnir ekki hvort og hvernig tónlistarsskólanemendur geta fengið nám sitt metið inn á námsbrautir framhaldsskóla. Taflan var unnin undir stjórn formanns félags tónlistarskólakennara.

Drög að skilgreiningu á umfangi tónlistarnáms og tengingu við hæfniþrep

Skildu eftir svar