Leikskólar

Í nýjum lögum um leikskóla er barnið, réttindi þess og velferð í fyrirrúmi. Lögunum er ætlað að skapa stutta og hnitmiðaða rammalöggjöf með samhljóm við löggjöf um önnur skólastig sem skapi skilyrði til að styrkja starf í leikskólum. Tekið er mið af breytingum á fjölskylduhögum, auknum fjölda íbúa sem eiga sér annað móðurmál en íslensku og menningarlegum fjölbreytileika.

  • Áhersla er lögð á velferð barna og að hagsmunir þeirra séu í fyrirrúmi
  • Réttindi og skyldur foreldra og barna skilgreind með skýrum hætti, þ.m.t. kæruréttur, réttur barna til sérfræðiþjónustu og upplýsingaskylda við foreldra
  • Leitast er við að koma til móts við breyttar aðstæður foreldra og barna vegna nýrra atvinnu- og þjóðfélagshátta og að samfélagið er í vaxandi mæli fjölþjóðlegt
  • Möguleikar foreldra til að hafa áhrif og að taka þátt í starfsemi leikskóla auknir m.a. með stofnun foreldraráða
  • Mat á skólastarfi og upplýsingagjöf um starfsemi leikskóla stórefld
  • Forræði sveitarfélaga og verkefnaskipting milli þeirra, ríkis og stjórnenda leikskóla skýrt
  • Ákvæði um rekstarleyfi leiksskóla skýrð og samrekstur skóla heimilaður
  • Aukin áhersla á faglegt starf leikskólum, þeir setji sér skólanámskrá og stofnaður nýr sjóður til að styrkja þróunarverkefni

Á vefnum Námskrá.is birtast námskrár allra skólastiga.

Skildu eftir svar