Umræður í málstofum

Markmiðið með málstofunum er að fá fram reynslu, hugmyndir og tillögur þátttakenda um leiðir til þess að innleiða grunnþætti í skólastarf og miðla þeim áfram.

Til að gera umræðuna skilvirkari og ná fram niðurstöðum sem hægt er að vinna úr og miðla er hér boðið upp á spurningablöð, sem hægt er að vinna með í málstofum. Þessi spurningablöð verða nýtt á málstofum í Flensborg.

Æskilegt er að sem flestir fái tækifæri til að kynna sér niðurstöður og hvetur ráðuneytið til að samantektir á sjónarmiðum hópa í málstofum séu sendar á netfangið [email protected].  Unnið verður úr niðurstöðum eftir ráðstefnuna og þær gerðar aðgengilegar á námskrárvef ráðuneytisins og upplýsingavefjum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Málstofa um sköpun
Málstofa um sjálfbærni
Málstofa um læsi
Málstofa um lýðræði og mannréttindi
Málstofa um jafnrétti
Málstofa um heilbrigði og velferð
Málstofa um grunnþætti í leikskólastarfi
Málstofa um grunnþætti í grunnskólastarfi
Málstofa um grunnþætti í framhaldsskólastarfi
Málstofa um grunnþætti á yngra stigi og í leikskólum
Málstofa um grunnþætti á unglingastigi og í framhaldsskólum
Málstofa um áhrif á námsmat
Málstofa um þátt stjórnenda
Málstofa um þátt nemenda

Skildu eftir svar