Dagskrá málþings 2013

HÆFNIMIÐAÐ NÁMSMAT – LÆRUM HVERT AF ÖÐRU
30. ágúst 2013 í Flensborgarskólanum

Dagskrá:
Kl. 14.00-14.15 Setning: Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra

Kl. 14.15-15.30 Fræðsla og kveikjur
Námsmat í skólum-til hvers? Erna Pálsdóttir einn af höfundum þemaheftis um námsmat.

Lokamat í grunnskóla A, B, C og D. Björg Pétursdóttir deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Mat á lykilhæfni, er það bæði mögulegt og raunhæft? Jón Baldvin Hannesson skólastjóri Giljaskóla, erindi hans verður sent út frá Akureyri.

Breytingastjórnun „Til að breyta kerfinu þurfum við sjálf að breytast“ Helgi Þór Ingason, dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

15.30-17.00 Kaffi og málstofur

Málstofur:Málstofurnar eru fimmtán og hafa að geyma fimm meginþemu, sem eru: Tilgangur námsmats, Hlutverk stjórnenda, Námsmat í aðalnámskrám, Leiðsagnarmat og Skráningar og mat.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur málþingsins skrái sig í eina málstofu en í þeim verða 1-3 málstofustjórar sem verða með stuttar kveikjur áður en umræður hefjast.

Tilgangur námsmats
1. Grunn- og framhaldsskóli, til hvers námsmat og fyrir hverja? Málstofustjórar: Erla Ragnarsdóttir, sviðstjóri félagsgreina í Flensborg og Kristinn Svavarsson, aðstoðarskólastjóri í Laugarnesskóla.

2. Hæfnimiðað námsmat í leikskóla, fyrir hverja og hvernig? Málstofustjórar: Kristín Karlsdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ og Anna Magnea Hreinsdóttir, leikskólafulltrúi í Garðabæ.
Annars vegar verður fjallað um hvað í námi leikskólabarna á að meta og hvaða aðferðum á að beita.
Hins vegar verður rætt um hæfnimiðað námsmat og hvernig það getur stuðlað að því að börn, leikskólakennarar og aðrir fullorðnir í lífi barna geti lært hvert af öðru.

Hlutverk stjórnenda
3. Innleiðing á námsmati, málstofustjórar:
Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, Jón Páll Haraldsson aðstoðarskólastjóri í Laugarlækjarskóla og Katrín S. Einarsdóttir, leikskólastjóri Lundabóls í Garðabæ.

Guðbjörg segir frá innleiðingu og þróun leiðsagnarmats í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.
Katrín fjallar um að nýtt hæfnimiðað námsmat kalli á viðhorfsbreytingu hjá þeim sem vinna með börnum.
Hver er helsti munurinn á hæfnimiðuðu mati samkvæmt nýrri aðalnámskrá leikskóla og mati áður fyrr. Hlutverk stjórnenda í að innleiða hæfnimiðað námsmat í leikskóla og námssögur sem mats- og skráningaraðferð í leikskóla.

Námsmat í aðalnámskrám
4. Námsmat á mörkum leikskóla og grunnskóla, málstofustjórar: Þrúður Hjelm skólastjóri í Krikaskóla og Andrea Anna Guðjónsdóttir verkefnastjóri sérkennslu í Krikaskóli.

5. Námsmat á mörkum grunnskóla og framhaldsskóla, málstofustjórar: Anton Már Gylfason kennslustjóri bóknáms í Borgarholtsskóla og Hrafnhildur Inga Halldórsdóttir, deildarstjóri verkefna Rimaskóla.

6. Hvernig metum við lykilhæfni? Málstofustjóri: Vala Stefánsdóttir, deildarstjóri í Giljaskóla.

7. Hvernig er hægt að nýta samræmdu prófin til að meta gæði skólastarfs? Málstofustjórar: Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta-og menningarmálaráðuneytinu, Gylfi Jón Gylfason framkvæmdastjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar og Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri prófadeildar Námsmatsstofnunar.

8. Námsmat nemenda með sérþarfir, málstofustjórar: Andrea Magnúsdóttir, þroskaþjálfi og Dagný Hauksdóttir iðjuþjálfi frá Brekkubæjarskóla Akranesi.
Fagfólk sérdeildar Brekkubæjarskóla á Akranesi nýtir sér fjölbreyttar aðferðir við mat á námsframvindu nemenda sinna. Í erindi okkar verða matsaðferðirnar kynntar auk þess sem fjallað verður um þá þróunarvinnu sem í gangi er innan deildarinnar í tengslum við einstaklingsáætlanagerð og námsmat.

9. Ný aðalnámskrá – Áætlanagerð, kennsla og námsmat í gegnum nýja kynslóð af Mentor, málstofustjórar: Vaka Óttarsdóttir og Vilborg Einarsdóttir.

10. Hæfnimiðað námsmat – Hvernig Norðlingaskóli notar Námfús fyrir einstaklingsmiðað nám, málstofustjórar: Skúli Thorarensen frá Námfúsi og Víðir Þórarinsson frá Norðlingaskóla.

Leiðsagnarmat
11. Samvinnunám, þátttaka nemenda í námsmati, málstofustjóri: Þóra Víkingsdóttir, fagstjóri í Menntaskólanum við Sund.
Námsaðferðin „Samvinnunám í fjölbreyttum nemendahóp“ verður kynnt stuttlega. Skoðað verður hvernig samvinnunámsaðferðin þjálfar nemendur í ýmsum þeim grunnþáttum og þeirri hæfni sem áhersla er lögð á í aðalnámskrá. Rætt verður um hvernig hægt sé að meta þessa þætti og gefa skjóta endurgjöf sem nýtast megi nemanda til frekara náms.

12. Endurgjöf í skólastarfi, málstofustjóri:
Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri á Menntasviði Kópavogs.
Í málstofunni verður fjallað um endurgjöf í leiðsagnarmati. Góð endurgjöf er eitt af grundvallaratriðum námsmats ef matið á að nýtast nemendum til að bæta árangur sinn. Gæði endurgjöfar byggist á því hvernig nemendum tekst að nýta sér hana. Hún á að brúa bilið milli viðmiðs og frammistöðu.

13. Tilgangur og hlutverk kennarans í leiðsagnarmati, málstofustjórar: Nanna Kristín Christianssen verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Rætt er um helstu einkenni og áherslur leiðsagnarmats og hvernig þær birtast í skólastofunni. Horft verður á stutt myndband sem sýnir kennslustund þar sem kennari notar leiðsagnarmat með nemendum sínum. Fjallað er um hvaða áhrif leiðsagnarmatið hefur á starf kennarans.

Skráningar og mat
14. Verkmöppur, málstofustjórar: Auður Ögmundsdóttir kennari í Ölduselsskóla og Klara E. Finnbogadóttir sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

15. Gildi skráninga í leikskólastarfi, málstofustjóri: Anna Gréta Guðmundsdóttir, deildarstjóri í leikskólanum Sæborg og Guðrún Alda Harðardóttir, pedagogista í leikskólanum Aðalþingi.
Guðrún Alda sýnir dæmi um „uppeldis(fræði)lega skráningu. Um er að ræða víðfeðma skráningaraðferð, ekki síst vegna hinna fjölbreyttu verkfæra sem eru meðal annars myndavélar og vídeóupptökuvélar auk almennrar ritunar. Aðferðin veitir tækifæri til að fanga og sýna fjölþætt og flókin fyrirbæri, svo sem námsferli, námsaðferðir og hugmyndir barna um veröldina og þeirra eigin þátttöku í henni.
Anna Gréta segir frá skráning sem einstakri leið til að meta nám barna í víðum skilningi og kortleggja sterkar hliðar þeirra auk áhugasviða. Í þessu erindi skoðum við skráningu á sjálfsprottnu verkefni tæplega fimm ára barns en skráningin gefur okkur ómetanlega innsýn inn í hugsunarhátt, verklag og ímyndunarafl barnsins.

Fundarstjóri : Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði

Lokað er á athugasemdir.