Hvatningarbréf ráðherra

Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands standa fyrir málþinginu ,,Hæfnimiðað námsmat – Lærum hvert af öðru“ föstudaginn 30. ágúst nk. Málþingið verður haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og hefst kl. 14.00.

Í nýjum aðalnámskrám leik, grunn- og framhaldsskóla er gert ráð fyrir breytingum í námsmati þar sem lögð er áhersla á að meta fjölbreytta hæfni nemenda. Á málþinginu verður fjallað um útfærslu námsmats í tengslum við innleiðingu nýrra aðalnámskráa og leitast við að miðla hugmyndum og reynslu milli skóla og skólastiga.

Ég vil hvetja kennara, skólastjórnendur og aðra áhugasama um skólamál til að sækja málþingið sem er öllum opið. Erindi og kveikjur í upphafi málþings verða send út samtímis á vef og í kjölfarið haldnar málstofur á landsbyggðinni eftir áhuga á hverju svæði fyrir sig. Þeir sem ekki geta nýtt sér daginn hafa möguleika á að sækja efni ráðstefnunnar á vef þegar betur hentar. Einnig mun ráðuneytið halda utan um niðurstöður málstofa og birta á vef.

Illugi Gunnarsson

Bréf mennta-og menningarmálaráðherra

Lokað er á athugasemdir.