Námskrárgrunnur

Handbók við gerð áfangalýsinga og námsbrautalýsinga fyrir framhaldsskóla

Áður en skóli getur hafi vinnu í grunninum þarf að stofna hann í námskrárgrunninum og skal beiðni send á netfangið: steingrimur.a.jonsson -hja- mms.is

Forstöðumaður þarf að búa sér til aðgang og síðan er hægt að tengja hann við skólann og einnig notendur þegar þeir hafa stofnað sér aðgang. Sérhver notandi býr til sinn eiginn aðgang. Það er gert af upphafsíðu vefsins: namskra.is, með því að smella á Innskráning og velja þar Skráning sem nýr notandi. Skilgreindur forstöðumaður skólans í námskrárgrunninum tengir notendur við skólann og gefur þeim réttindi. Til þess þarf forstöðumaður að hafa notendanafn viðkomandi. Nánari lýsing á ferlinu og á  mismunandi réttindum í grunninum er að finna í Handbók námskrárgrunns (pdf skjal – gerir kröfu um Adobe Reader eða annan pdf lesara).

Forstöðumenn og þeir sem vinna við að setja inn í grunninn geta leitað eftir aðstoð til Steingríms A Jónssonar hjá Menntamálastofnun: steingrimur.a.jonsson -hja- mms.is

Mælt er með góðum undirbúningi áður en hafist er handa við að setja áfangalýsingar og brautir í námskrárgrunninn. Í fyrsta lagi þurfa námslok að vera ákveðin. Nöfn brauta þarf að vera búið að ákveða og mælt með að skólar hafi tilbúna prófarkalesna texta fyrir áfangalýsingar, hæfniviðmið brauta og lykilhæfni og grunnþætti. Þannig sparast mikill tími sem annars færi í uppfærslur því námskrárgrunnurinn er nokkuð hægur eins og fram hefur komið. Varðandi áfangalýsingar þurfa þær allar að vera komnar inn í grunninn og tengdar við braut áður en hægt er að senda hana til ráðuneytis í staðfestingarferli.

Gert er ráð fyrir að hver braut samanstandi af a.m.k. kjarna og/eða brautarkjarna, síðan er hægt að bæta við séráföngum brautar, bundnu áfangavali, bundnu pakkavali, frjálsu vali o.fl. Í bundnu vali skal leitast við að velja saman áfanga með svipað vægi t.d. hvað varðar sérhæfingu brautar og þrepaskiptingu náms. Mikilvægt er að skipuleggja braut þannig nemendur fái heildarsýn á uppbyggingu námsins og að skylduáföngum og vali sé stillt upp þannig að það sé leiðbeinandi og hjálpi til við að staðsetja námsval á hæfniþrep.

Þegar skóli hefur samþykkt námsbraut er hún send til ráðuneytis í staðfestingarferli með því að smella á hnappinn „Senda til staðfestingar í ráðuneyti“ sem er neðst í brautarlýsingunni. Athugið að þessi hnappur sést ekki í vinnuhamnum. Námskrárstjóri í skólanum er sá eini sem hefur heimild í kerfinu til að senda braut til staðfestingar. Braut er hafnað af ráðuneytinu ef einhverra úrbóta er þörf hversu smávægilegar sem þær eru. Skólinn þarf að bregðast við athugasemdum og sendir braut síðan aftur í staðfestingarferli til ráðuneytisins. Samþykkt braut bíður síðan birtingar í Stjórnartíðindum en fyrr telst hún ekki hluti af aðalnámskrá framhaldsskóla . Tengill er opnaður af vef ráðuneytisins um leið og samþykkt námsbraut liggur fyrir.

Skildu eftir svar