Áfangi

Grunneining námskrár er áfangi og áfangalýsing inniheldur ýmsar upplýsingar ýmist fyrir kerfið sjálft, fyrir gagnasamskipti milli kerfa og fyrir notanda kerfisins. Líkanið af áfanga byggir á núverandi námskerfi sem notað er á Íslandi.

Áfangaupplýsingar

Upplýsingarnar sem hver áfangi þarf að geyma eru aðallega upplýsingar fyrir notendur kerfisins. Þar af leiðandi birtast allar upplýsingarnar hér fyrir neðan í áfangalýsingum námskráa nema að annað sé tekið fram.

 • Námsgrein
  Námsgrein sem kennd er í áfanganum eða námsgreinarheiti.
 • Áfangalýsing
  Stutt lýsing á áfanganum sem gefur til kynna hvað má læra í áfanganum.
 • Innihald áfanga
  Upplýsingar um innihald áfangans. Þær upplýsingar eru öllu ítarlegri en lýsing áfangans.
 • Lokamarkmið
  Lokamarkmið áfangans geta ýmist verið hreinn texti eða texti sem er brotinn upp í lærdómsviðmiðin þrjú: Þekkingu, leikni og hæfni. Þá gætu áfangahöfundar sett upp punktalista við hvert lærdómsviðmið sem auðveldar námsmat.
 • Athugasemdir
  Kennari, skólastjóri, ráðuneytisstarfsmaður og aðrir sem koma að einhverju leyti að gerð áfanga geta átt samskipti í gegnum athugasemdakerfi sem fylgir hverjum og einum áfanga.
 • Þrep
  Þrep áfangans á viðkomandi skólastigi. Á framhaldsskólastigi eru þrepin fjögur.
 • Einingar
  Fjöldi eininga sem nemandi hlýtur eftir að hafa lokið áfanga.
 • Aðgreiningarbókstafur
  Þar sem margir áfangar á sama þrepi, geta haft sömu námsgreinina og sama einingafjölda gæti áfanganúmerið orðið eins. Þar af leiðandi þarf að halda utan um aðgreiningarbókstaf sem skólar geta nýtt sér til að þekkja áfanga á í sundur á áfanganúmerinu einu saman.
 • Dagsetning breytingar
  Kerfið heldur sjálfkrafa utan um dagsetningar þegar áfanga er breytt til þess að halda utan um breytingasögu íslenska menntakerfisins.
 • Útgáfunúmer
  Við breytingu á áfanga uppfærist útgáfunúmer hans sjálfkrafa. Þannig má auðveldlega sjá hvaða útgáfu verið er að nota, hversu oft áfanga hefur verið breytt auk þess sem að hægt verður að fletta upp nákvæmri áfangalýsingu í framtíðinni.
 • Forkröfur
  Forkröfur sem nemandi þarf að hafa uppfyllt áður en hægt er að taka viðkomandi áfanga. Forkröfuvinnsla fylgir lauslega reglum til að auðvelda kerfinu að sjálfvirkt athuga hvort forkröfum geti verið mætt þegar brautir verða flóknar.
 • Höfundur
  Upptalning á höfundum áfangans.
 • Vottunaraðili
  Sá embættismaður eða ábyrgðaraðili sem samþykkir áfangann (eða námsbrautina).
 • Áfanganúmer
  Sjálfvirkt útreiknað áfanganúmer út frá öllum upplýsingum áfangans.

Skildu eftir svar